Stígvél

Heim

Dagur 1
Dagur 2
Dagur 3

Indíánar

Kort

Dagur 4
Dagur 5
Dagur 6

Milli fjalls og fjöru

Á mótorhjóli um Washington, Idaho, Montana og Oregon í ágúst 2004

Skömmu áður en Sigga heimsótti Árna bróður í Seattle bauð hann upp á þrjá ferðamöguleika: New York, New Orleans eða mótorhjólaferð. Sigga kaus hjólið og Árni fór að blaða í vegahandbókinni.

Leiðin var rúmlega 3000 km löng og má skoða á meðfylgjandi korti. Hún liggur yfir tvo skógi vaxna fjallgarða, Þrepafjöll fyrir vestan og Klettafjöll fyrir austan, en þar á milli eru sléttur og akurlendi. Á bakaleiðinni fylgdum við stórfljótinu Kólumbíu til sjávar, líkt og Lewis og Clark gerðu forðum. Mörg svæðanna eru vel þekkt fyrir náttúrufegurð en við höfðum ekki síður gaman af fjölskrúðugu mannlífinu, enda má þarna finna kúreka og indíána á hverju strái. Þá hittum við líka mikið af mótorhjólafólki sem tók okkur opnum örmum.

Hjólið sem við leigðum, Harley-Davidson Road Glide árgerð 2004, stóð sig frábærlega. Togkrafturinn í tveggja strokka 1450 cc vélinni er með eindæmum og hávaðinn eftir því. Þó hjólið sé mun rokkaðra en ferðahjólin frá BMW og Honda, þá er það með vönduðu mælaborði og hraðastilli sem kemur sér vel á þjóðvegum. Geislaspilarinn er til lítils þegar vélin yfirgnæfir öll önnur hljóð, en fínn þegar staldrað er.

Það er ólýsanlega skemmtilegt að ferðast um sveitavegi á mótorhjóli í fallegu veðri, þó vissulega sé álagið og áhættan meiri en í bílferð. Hér eru nokkur atriði sem við rákumst fljótlega á: